- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sveinn fæddist í Reykjavík þann 26. júní. Foreldrar Sveins voru Theódóra Stefánsdóttir, frá Krókvöllum í Garði, og Þormóður Sveinsson, fisksali úr Þingvallasveit. Sveinn hóf störf ungur hjá setuliðinu eða tólf ára gamall og vann þá meðal annars sem túlkur fyrir starfsmenn þess. Síðar var hann sendibílstjóri um árabil.
Um 1950 hann að ljósmynda fyrir Morgunblaðið í lausamennsku samhliða sendibílastarfinu en síðar var hann ráðinn fastur starfsmaður blaðsins. Árið 1976 hóf hann störf á Dagblaðinu og við sameiningu þess og Vísis var hann ráðinn til DV. Sveinn starfaði hjá DV eftir það til starfsloka. Sveinn var einna þekktastur fyrir ljósmyndir frá íþróttaviðburðum og myndir af vettvangi lögreglunnar. Árið 1999 gaf hann Reykjavíkurborg filmusafn sitt frá árabilinu 1950 til ársins 1974 í tilefni af útgáfu ævisögu sinnar, Á hælum löggunnar, sem Reynir Traustason skráði.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/660527/