- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Svanlaug fæddist 31. júlí á Akureyri. Foreldrar hennar voru Baldur Svanlaugsson bifreiðarstjóri og Sigurlaug Elín Guðmundsdóttir, síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Svanlaug varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1964.
Hún starfaði hjá Bókasafni Veðurstofu Íslands 1961–1964. Þá réðst hún sem blaðamaður hjá Dagblaðinu Vísi og starfaði þar næstu átta árin, til 1972. Þá sneri hún sér alfarið að bókasafnsfræði á ný og starfaði eftir það á ýmsum söfnum, bæði hérlendis og í Kaupmannahöfn.
Svanlaug varð fyrst allra til að ljúka BA-prófi í bókasafnsfræði hér á landi og var útnefnd sem heiðursfélagi Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. Hún var einnig ein af þremur stofnendum Kvennasögusafns Íslands.
https://is.wikipedia.org/wiki/Kvennas%C3%B6gusafn_%C3%8Dslands