- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Steinunn Sigríður fæddist 13. desember í Reykjavík, dóttir Eggerts P. Briem og Sigríðar Skúladóttur Briem. Steinunn lagði upphaflega stund á tónlistarnám hérlendis og síðan í London og Róm, og var við nám ytra í sjö ár. Hér í Reykjavík fékkst hún við píanókennslu í nokkur ár eftir að hún kom heim.
Hún gerðist blaðamaður árið 1963 og starfaði hjá Vísi, Fálkanum og Alþýðublaðinu. Árin 1966–1968 komu út í tveimur bindum samtöl hennar sem blaðamanns undir titlinum Svipmyndir. Hún fékkst töluvert við þýðingar, einkum á bókum um dulfræðileg efni. Einnig þýddi Steinunn nokkrar barnabækur, og árið 1973 hlaut hún verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar fyrir þýðingar sínar á bókum eftir finnsku sænskumælandi skáldkonuna Tove Jansson um Múmínálfana.
Steinunn lést að heimili sínu í Kaupmannahöfn aðeins 41 árs að aldri, en hún hafði þá verið búsett í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið en átt við vanheilsu að stríða.