- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Stefán fæddist á Hálsi í Geithellnahreppi 9. maí, sonur hjónanna Jóns Stefánssonar, síðar skólastjóra á Djúpavogi, og eiginkonu hans, Marselínu Pálsdóttur kennara. Stefán stundaði nám í Samvinnuskólanum 1941-1942, en varð síðan fréttamaður við Ríkisútvarpið 1946-1965 og dagskrárfulltrúi þar 1965-1973. Þá kenndi hann um eins árs skeið áður en hann sneri sér að stjórnmálum, en hann sat meira og minna á þingi frá 1972 og alveg frá 1974 er hann var kosinn þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Alþýðubandalagið. Hann sat á þingi til ársins 1983. Stefán Jónsson þótti hugmyndaríkur og góður útvarps- og dagskrárgerðarmaður, ekki síst í viðtölum. Hann skrifaði nokkrar viðtalsbækur og einnig um stangveiðar og íslenska náttúru. Stefán starfaði talsvert fyrir Blaðamannafélagið á árum áður og sótti m.a. norrænt blaðamannamót á þess vegum.