- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Skúli fæddist í Haga á Barðaströnd.. Hann var á sinni tíð meðal helstu áhrifamanna í íslenskum stjórnmálum. Skúli lauk embættisprófi í lögfræði 1884 og vann um skeið sem málflutningsmaður í Reykjavík þar til að hann varð sýslumaður á Ísafirði. Þar setti hann á laggirnar prentsmiðju og hóf að gefa út Þjóðviljann 1886 sem fljótlega varð með áhrifamestu blöðum hér á landi. Mikill styrr stóð iðulega um Skúla sem stjórnmálamann en Þjóðviljann gaf hann út til 1915, eða þar til ári áður en hann lést. Blaðið kom að vísu ekki út um nokkurra ára skeið vegna deilna í héraði, en annað blað, Þjóðviljinn ungi, kom út árið 1991, gefið út af félagi sem Skúli eignaðist ári síðar og varð þá aftur ritstjóri Þjóðviljans. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í riti sínu Blöð og blaðamenn 1773-1944 að Skúli hafi verið ágætur blaðamaður en nokkuð einrænn. „Hann var áhugasamur um stjórnskipunarmál og félagsmál, einarður og snarpur, vel ritfær og vel máli farinn. Hann vildi athafnafrelsi einstaklingsins á sem flestum sviðum.“ Jón Guðnason hefur ritað ævisögu Skúla Thoroddsen I-II (útg. 1968 og 1974).