- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Skúli fæddist í Efstakoti á Upsaströnd í Svarfaðardal. Að loknu stúdentsprófi fór Skúli til náms í Kaupmannahafnarháskóla, en hætti námi og fór til starfa við íslensku stjórnardeildina í Kaupmannahöfn 1912-1914. Á þeim árum komst hann fyrst í kynni við blaðamennsku sem fréttaritari Ísafoldar og Morgunblaðsins. Skúli var svo blaðamaður við Morgunblaðið frá 1918-1924 og var þá jafnframt fréttaritari nokkurra erlendra stórblaða. Hann var um eins árs skeið forstöðumaður fréttastofu sem Blaðamannafélagið kom á fót árið 1924. Á árunum 1924-1927 átti Skúli heima í Noregi og starfaði þar við blaðamennsku, en árið 1928 stofnaði hann vikublaðið Fálkann með Vilhjálmi Finsen og Svavari Hjaltested og var ritstjóri þess til 1960. Skúli fluttist aftur til Noregs 1936 og bjó þar síðan að undanteknum stríðsárunum 1940-1945, er hann dvaldist á Íslandi. Skrifaði hann þá jafnframt í norsk, íslensk og sænsk blöð. Skúli var formaður Blaðamannafélags Íslands um tíma á þessum árum, eða frá 1942-1944, og átti stóran þátt í endurreisn félagsins, því eftir hans formannstíð hefur félagið starfað óslitið til þessa dags. Hann var gerður að heiðursfélaga Blaðamannafélags Íslands. Þótt Skúli hafi verið langdvölum erlendis þótti hann hafa mjög gott vald á ísensku máli og hlaut m.a. verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar árið 1965.