- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Skafti fæddist á Hnausum í Húnavatnssýslu og var skírður Björn Skapti. Hann útskrifaðist frá Lærða skólanum í Reykjavík, en hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann lagði stund á lögfræði, en lauk ekki prófi. Hann stofnaði blaðið Norðling á Akureyri og hélt því úti í nokkur ár, en þegar Austfirðingar vildu á nýjan leik stofna blað hafði Otto Wathne, helsti athafnamaður fjórðungsins, forgöngu um að fá Skapta austur til að setja á laggirnar blaðið Austra. Kostaði Otto Wathne blaðið í byrjun, en síðan tók ritstjórinn yfir reksturinn. Í fjölmiðlasögunni Nýjustu fréttir! segir að mikill myndarskapur hafi verið yfir útgáfu Austra og blaðið orðið eitt af höfuðblöðum þjóðarinnar, notið vinsælda fyrir víðtæka fréttaþjónustu og neðanmálssögur sínar. Blaðið fékk þó harða samkeppni þegar farið var að gefa út Bjarka, sem Þorsteinn Erlingsson og seinna Þorsteinn Gíslason ritstýrðu, og lýsir Skapti samkeppninni sem „sjö ára stríði“ í bréfi til Hannesar Hafstein, þar sem hann lýsir endalokum Bjarka og að vera orðinn einn um hituna.
Hann naut sigursins ekki lengi því að hann lést um ári síðar. Og þrátt fyrir harðskeytta keppinauta fékk Skapti inngöngu í Blaðamannafélag Íslands og verður að teljast líklegt að það hafi að einhverju leyti verið fyrir tilstilli starfsbróður hans á Bjarka, Þorsteins Gíslasonar, sem var einn af upprunalegum stofnendum félagsins, og því Skapti líkt og Þorsteinn Erlingsson stundum talinn til stofnfélaga.
http://timarit.is/files/9895208.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22J%C3%B3sepsson