- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigurjón fæddist á Brúarlandi í Mosfellssveit 12. ágúst 1933. Foreldar hans voru Jóhann Sigurjónsson, bókhaldari í Reykjavík, og Guðrún Magnúsdóttir, símstöðvarstjóri á Brúarlandi (Varmá) í Mosfellssveit. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1953. Hann stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á árunum 1953-1956, en hætti námi til að snúa sér alfarið að blaðamennsku.
Fram til ársins 1978 starfaði Sigurjón aðallega sem blaðamaður við ýmis blöð, var m.a. á Þjóðviljanum, Alþýðublaðinu, Tímanum, Vikunni og víðar, en 1979 flutti hann með fjölskylduna til Noregs og var þar lektor við Blaðamannaháskólann í Ósló til ársins 1982. Eftir heimkomu vann hann við ýmis störf til ársins 1987 þegar hann hóf kennslu við fjölmiðlabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og starfaði þar þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 2003.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1034806/