- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigurður fæddist á Bakka í Fnjóskadal 13. október 1925. Foreldrar hans voru Friðþjófur Guðlaugsson og eiginkona hans, Sigríður Sigurðardóttir. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1949. Sigurður réðst til starfa við Þjóðviljann árið 1957 að loknu námi í íslenskum fræðum og starfaði þar sem blaðamaður til ársloka 1962. Í ársbyrjun 1963 tók hann við starfi fréttastjóra, fyrst við hlið Jóns Bjarnasonar, en síðan einn sem fréttaritstjóri uns hann lét af störfum við Þjóðviljann árið 1971. Þá hafði Sigurður verið starfsmaður Þjóðviljans í 14 ár. Hann gerðist þá skrifstofustjóri verkfræðideildar Háskóla Íslands þar sem hann gegndi stöfum frá hausti 1971 fram í febrúar 1996. Í grein í Þjóðviljanum í tilefni af 40 ára afmælis blaðsins er vikið að þætti hans í sögu blaðsins og segir þar: „Sigurður V. Friðþjófsson kom til starfa við Þjóðviljann að nýloknu námi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann reyndist dugandi blaðamaður og var Þjóðviljanum löngum góður styrkur að öryggi hans í meðferð íslensks máls. Í starfi blaðamanns ávann Sigurður sér traust og varð hann fréttastjóri er skipulagsbreytingar voru gerðar á ritstjórninni um áramótin 1962 og 1963. Það starf rækti hann af samviskusemi og trúnaði á níunda ár.“