- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigurður fæddist í Kjólsvík í Borgarfjarðarhreppi, Norður-Múlasýslu, 16. nóvember. Hann stundaði ungur sjómennsku á Austfjörðum og með námi verkamannavinnu og þingskriftir. Sigurður lauk námi við Menntaskólann í Reykjavík 1934. Hann lagði síðan stund á nám í jarðfræði við Hafnarháskóla 1935 og 1936.
Sigurður hætti námi til að geta gefið sig að blaðamennsku við málgagn Kommúnistaflokks Íslands, Verkalýðsblaðið, og síðan varð hann blaðamaður við Þjóðviljann í janúar 1937 og ritstjóri blaðsins í nóvember 1943. Gegndi hann því starfi til 30. september 1972, eða í tæp 29 ár. Lét hann af starfi sakir heilsubrests. Sigurður var lengur ritstjóri Þjóðviljans en nokkur annar maður. Sigurður var ásamt þeim ritstjórum sínum, Einari Olgeirssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, handtekinn af breska hernámsliðinu og fluttur í fangelsi í Bretlandi vorið 1941, en allir voru þeir látnir lausir síðsumars sama ár. Sigurður Guðmundsson var virkur í starfi Blaðamannafélagsins og var ritari stjórnar þess um tíma.