- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigtryggur fæddist á Húsavík 14. febrúar, sonur Bryndísar Bjarnadóttur og Sigtryggs Þórhallssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970, en varð blaðamaður á Alþýðublaðinu sama ár, í byrjun í íþróttafréttum. Hann var fréttastjóri blaðsins 1973–1974 eða þar til hann réðst sem blaðamaður í innlendum fréttum á Morgunblaðinu 1. apríl það ár.
Sigtryggur var síðan ráðinn fréttastjóri Morgunblaðsins 1981 ásamt Freysteini Jóhannssyni og Magnúsi Finnssyni og gegndi því starfi til 2016 eða í 35 ár. Þá fór hann að sinna almennum fréttaskrifum að nýju og varð jafnframt fulltrúi ritstjóra. Hann hefur m.a. ritað mikið um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.
Sigtryggur og Bjarni Sigtryggsson, fyrrv. fréttamaður Ríkisútvarpsins, eru bræður og í viðtali í blaðamannabókinni Í hörðum slag kom fram að það var ekki síst fyrir tilstilli Bjarna að Sigtryggur réðst til Alþýðublaðsins til að létta undir með bróður sínum í íþróttafréttum.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/02/i_bladamennsku_i_halfa_old/