- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigfús fæddist á Urðum í Svarfaðardal 6. febrúar. Foreldrar hans voru Sigurhjörtur Jóhannesson og síðari eiginkona hans, Sigríður Friðrika Sigurðardóttir. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri 1920, varð stúdent frá MR 1924 og lauk guðfræðipróf frá HÍ 1928. Hann gerðist síðan kennari í Reykjavík, en eftir 1934 vann hann við ritstjórn og blaðamennsku að aðalstarfi. Sigfús var einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og varaformaður frá stofnun hans árið 1938. Sigfús var kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjavík árið 1942 og sat í bæjarstjórn til dauðadags. Í vorkosningunum 1942 varð hann landskjörinn þingmaður og í haustkosningunum sama ár var hann kjörinn þingmaður Reykjavíkur og sat sem slíkur til 1949. Sigfús var lengi einn af ritstjórum Þjóðviljans, eða frá 1938-1946. Hann var handtekinn ásamt félögum sínum á ritstjórn blaðsins af bresku herstjórninni á stríðsárunum og sat nokkurn tíma í bresku fangelsi vegna skrifa sinna í Þjóðviljann. Ræðu- og ritgerðasafn Sigfúsar Sigurhjartarsonar, Sigurbraut fólksins, kom út að honum látnum árið 1953. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, blaðamaður á Þjóðviljanum var tengdasonur Sigfúsar en Sigfús er jafnframt langafi Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu og fréttamanns á RÚV.