- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ragnar fæddist í Búðardal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og síðan cand.mag.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands. Hann stundaði blaðamennsku við Alþýðublaðið á fimmta áratugnum og var starfsmaður dagskrárdeildar útvarps um tíma, en var jafnframt revíuhöfundur og þýðandi áður en hann sneri sér að kennslu og varð skólastjóri á Akranesi. Hann var tvítugur að aldri leiðsögumaður breska skáldsins W.H. Auden í fyrri Íslandsferð Audens árið 1936.