- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Pétur fæddist í Miklabæ í Blönduhlíð, sonur Péturs Péturssonar prófasts á Víðvöllum og einn hinna kunnu Víðivallabræðra, en hinir voru Jón Pétursson háyfirdómari og Brynjólfur Pétursson Fjölnismaður. Pétur var biskup íslensku þjóðkirkjunnar frá 1866 til 1889. Hann var ritstjóri Landstíðindanna, sem komu út 1849-51, en það blað var sagt stofnað af höfðingjum landsins á þeim tíma og til höfuðs Þjóðólfi, og var þannig ekki í náðinni hjá almenningi, segir Guðjón Friðriksson í fjölmiðlasögu sinni, Nýjustu fréttum!. „Samt var Pétur Pétursson, ritstjóri þeirra, dugandi og frjálslyndur maður sem fór sínu fram, oft án tillits til stjórnvalda, og var því verðugur keppinautur og andstæðingur Þjóðólfs. Pétur varð engu að síður að gefast upp eftir tvö ár.“