- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Örnólfur fæddist 15. febrúar, sonur Finnborgar Örnólfsdóttur og Árna Egilssonar. Hann hóf ferilinn í blaðamennsku en hefur einnig fengist við ritstörf, leikritun og kvikmyndahandritsgerð og -framleiðslu.
Örnólfur nam lögfræði og viðskiptafræði við HÍ á árunum 1960 til 1963. Hann starfaði sem blaðamaður og leiklistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu á árunum 1963–1969. Hann hóf nám að nýju í ensku og málvísindum við HÍ 1968–1970. Samhliða þessu kenndi hann íslensku og ensku í framhaldsskóla á árunum 1966–1970. Hann fluttist til Spánar og lærði spænsku og spænskar bókmenntir við Háskólann í Barcelona og leiklist við Leiklistarháskólann í Barcelona á árunum 1970–1972. Hann var um árabil fararstjóri á Spáni og hin síðari ár hefur hann staðið fyrir ferðum til Austurlanda fjær, einkum til Balí.
Örnólfur var framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík 1979–1983 og framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar 1980, 1981, 1982 og 1983. Hann var sömuleiðis framkvæmdastjóri Kvikmyndafélagsins Óðins hf. 1980–1987 og framleiddi kvikmyndirnar Punktur punktur komma strik og Atómstöðina.
Örnólfur hefur skrifað fjölda bóka, leikgerða, leikrita og kvikmyndahandrita auk leikritaþýðinga en einnig þýtt fyrir sjónvarp og gert útvarpsþætti um ferðir sínar til framandi landa.
https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%96rn%C3%B3lfur_%C3%81rnason
https://lifdununa.is/grein/o-her-vildi-eg-eiga-heima/
http://www.islandia.is/ornolfur/