- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Óli Tynes Jónsson fæddist á Þorláksmessu 23. desember. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes.
Þegar Óli Tynes lést var hann sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Óli er skráður inn í Blaðamannafélagið í mars 1964 en hann hóf þá blaðamennskuferil sinn á dagblaðinu Vísi. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum.
Hann starfaði um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár ævi sinnar starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum visir.is, einkum í erlendum fréttum. „Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana,“ segir í frétt Vísis af andláti hans.
Bróðir Óla er Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrv. fréttastjóri bæði Sjónvarpsins og Stöðvar 2 en síðar aðaleigandi og sjónvarpsstjóri ÍNN.
http://www.visir.is/oli-tynes-latinn/article/2011111029025
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1398695/
https://www.visir.is/t/678/Best%20of%20%C3%93li%20Tynes/1