- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ólafur er fæddur 30. maí í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru sr. Sigurður Pálsson, síðar vígslubiskup, og Stefanía Gissurardóttir.
Ólafur Sigurðsson hóf blaðamannferil sinn á Vísi 1962 þar sem hann starfaði um tveggja ára skeið, m.a. sem kvikmyndagagnrýnandi. Árin urðu aðeins tvö í þetta skiptið því hann sneri sér að öðru –starfaði hjá Verslunarráði Íslands fyrst eftir veruna á Vísi, þaðan réðst hann til ferðaskrifstofu áður en hann hóf störf hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna meðan hún var og hét.
Þar á eftir tók við blaðafulltrúastarf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, þar sem hann starfaði í tvö ár áður en réð sig á Fréttastofu útvarps. Því næst fór hann um tæpra tveggja ára skeið til starfa fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins og Ferðamálaráð m.a. í New York en sneri að því búnu hann aftur til Ríkisútvarpsins. Hann starfaði þannig hjá Ríkisútvarpinu frá 1974, fyrst sem fréttamaður hjá hljóðvarpi, en síðan og lengst af hjá sjónvarpinu. Hann varð fréttastjóri erlendra frétta hjá Sjónvarpinu í nóvember 1988 og tók þá við því starfi af Ögmundi Jónassyni sem hafði þá verið kjörinn sem formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB).
Ólafur starfaði hjá RÚV allt til starfsloka og sem varafréttastjóri undir lokin. Bróðir Ólafs var Gissur heitinn Sigurðsson fréttamaður, sjá á öðrum stað í þessu yfirliti, Íslenskir blaðamenn 1960–1970.
https://www.frettabladid.is/lifid/gamlar-bibliur-heilla-gesti/
https://www.ruv.is/spila/ras-1/segdu-mer/20180517