- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ólafur fæddist í Reykjavík 15. júlí. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson skrifstofustjóri og Ásgerður Guðmundsdóttir. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík gerðist Ólafur blaðamaður á Tímanum, en hélt ári síðar til Stokkhólms til frekara náms. Hann kom þó jafnan heim á sumrum og starfaði þá á Tímanum. Árið 1963 var Ólaftur síðan ráðinn bókmennta- og leiklistargagnrýnandi í fullu starfi hjá Alþýðublaðinu og var þar í sex ár. Þá réðst hann til Vísis og þaðan til Dagblaðsins þegar það blað var stofnað og loks til DV þar sem hann starfaði til dauðadags. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, minnist hans með þessum orðum í minningum sínum á jonas.is: „Ólafur Jónsson gagnrýnandi var sérstæð persóna, hataður af mörgum. Skrifaði greinar, sem gerðu menn brjálaða. Ég hef hvorki fyrr né síðar haft eins mikið fyrir nokkrum starfsmanni. Stóð alltaf þétt við bakið á Ólafi, neitaði öllum tillögum um brottrekstur. Ég vissi nefnilega, að Ólafur hafði oftast rétt fyrir sér í skrifum um leiklist og bókmenntir. Hann var bara óvæginn, meðan aðrir gagnrýnendur þjónustuðu meira eða minna þá, sem þeir skrifuðu um. Enda varð Ólafur auglýsing fyrir þá staðreynd, að Vísir var að þróast í frjálst og óháð dagblað. Ólafur varð einskonar vörumerki óháða blaðsins.“