- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Magnús Torfi fæddist á Lambavatni í Rauðasandshreppi 5. maí. Í drögum að blaðamannatali frá sjötta áratug síðustu aldar nefnir hann varðandi skólanám Héraðsskólann á Núpi og Menntaskólann á Akureyri. Hann kveðst hafa byrjað í blaðamennsku á Þjóðviljanum 1. október 1945 og fáist þar við erlendar fréttir. Eyðublaðið er ekki dagsett. Um helstu æviatriði segir hann: „Foreldrar Halldóra Torfadóttir og Ólafur Sveinsson, bóndi á Lambavatni. Í foreldrahúsum til 17 ára aldurs. Tók gagnfræðapróf utanskóla á Akureyri 1941, stúdentspróf 1944, innritaðist sama ár í læknadeild Háskóla Íslands, en hætti námi. Giftist Hinriku Kristjánsdóttur 3. mars 1946.“
Við þetta er því að bæta að Magnús Torfi var lengst af fréttastjóri erlendra frétta á Þjóðviljanum, en varð ritstjóri blaðsins 1959-1963. Hann varð síðan deildarstjóri í Bókabúð Máls og menningar til 1971 að hann varð menntamálaráðherra og 1974 var hann um skeið að auki félagsmála- og samgönguráðherra. Magnús Torfi var þingmaður Reykvíkinga fyrir Frjálslynda og vinstri menn 1971-1978. Frá 1978-1989 var hann blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann þótti sérfróður um erlend málefni og skrifaði um þau vikulega dálka í Helgarpóstinn og síðar DV um alllangt skeið.
http://www.althingi.is/altext/thingm/0505234549.html
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=131137&pageId=1919359&lang=is&q=%D3LAFSSON%20%D3lafsson