- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Magnús fæddist á Leirá í Leirársveit. Hann var m.a. í læri hjá Hannesi Finnssyni biskupi fyrir stúdentspróf, en lauk síðan lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Magnús hlaut doktorsnafnbót í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1819 og var talinn lærðasti Íslendingur sinnar samtíðar. Hann fékk sæmdartitilinn konferenzráð og varð landstjóri frá 1801. Magnús var einn helsti boðberi upplýsingastefnunnar á Íslandi. Hann beitti sér mjög fyrir mannúðlegum refsingum, átti forgöngu að kynbótum búfénaðar og var að auki bæði rithöfundur og mikilvirkur forleggjari. Hann rak prentsmiðju í Leirárgörðum frá 1795-1816, þá einu í landinu á þeim tíma, og seinna í Viðey þegar hann fluttist þangað. Magnús átti mestan þátt í stofnun og starfi Hins íslenska landsuppfræðingarfélags sem var stofnað 1794 og var boðberi fræðslu og upplýsingar, Magnús var og atkvæðamikill í bókaútgáfu og gaf m.a. út tvö tímarit, Minnisverð tíðindi sem komu út 1796-1808 , fréttatímarit sem flutti innlendar og erlendar fréttir, og Klausturpóstinn 1818-1827, sem flutti fréttir og greinar af ýmsu tagi.