- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Magnús fæddist í Helgadal í Mosfellssveit. Magnús hóf árið 1903 nám í ljósmyndun hjá Árna Thorsteinsson, en hélt síðan til Kaupmannahafnar og dvaldist þar um skeið eða þar til hann lauk þaðan námi. Eftir heimkomuna tók hann á ný við iðn sína, sem hann stundaði til 1913. Á þeim tíma varð hann fyrstur til að leggja dagblaði til efni og myndir, en það var Vísir, sem var eina dagblaðið í Reykjavík um nær þriggja ára skeið, frá 1910-1913 er Morgunblaðið er stofnað. Varð hann þannig einn fyrsti samstarfsmaður stofnanda Vísis, Einars Gunnarssonar. Magnús var ágætlega skáldmæltur og hann samdi m.a. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal 18 ára að aldri sem lærifaðir hans, Árni Thorsteinsson tónskáld, samdi við vinsælt lag sem enn er sungið undir heitinu Nótt.