- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Magdalena fæddist í Vatnsdal í Rauðasandshreppi 7. febrúar. Foreldrar hennar voru Ólafur Einarsson Thoroddsen, skipstjóri, kennari og bóndi, og Ólína Andrésdóttir. Magdalena fluttist til Reykjavíkur á unglingsárum og settist hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur einn vetur. Nokkru síðar, eða þegar hún var 22 ára, sigldi hún til Svíþjóðar til náms í blaðamannaskóla í Stokkhólmi og útskrifaðist þaðan þremur árum seinna. Heimkomin var hún ein af fyrstu konunum hér á landi sem lögðu fyrir sig blaðamennsku. Starfaði hún sumarlangt á Tímanum, en flutti sig síðan yfir á Morgunblaðið. Sjálf hefur Magdalena lýst þessum tíma í viðtali við Morgunblaðið 1998 og segir þar m.a.:
„Morgunblaðsárin eru í minningunni einn skemmtilegasti tími ævi minnar. Þegar ég hóf störf hjá blaðinu var starfsemin öll í gamla Ísafoldarhúsinu, en svo flutti blaðið í Morgunblaðshöllina. Það voru óskapleg umskipti. Ritstjórarnir voru ekki alltaf þeir sömu. Meðan ég vann hjá Morgunblaðinu voru ritstjórar þar Bjarni Benediktsson, Sigurður Bjarnason og Einar Ásmundsson. Í klisjum og myndasafni starfaði Kristján Sólmundsson. Blaðamenn voru þeir Þorbjörn Guðmundsson, sem sá beinlínis um allt mögulegt, Sverrir Þórðarson, Matthías Johannessen, Gunnar Schram, Egill Stardal, Guðmundur Eyþórsson, Anna Bjarnason og Atli Steinarsson,“ segir þar og ennfremur: „Á Tímanum vann ég með Þórarni Þórarinssyni ritstjóra og blaðamönnunum Jóni Helgasyni, Andrési Kristjánssyni, Halli Símonarsyni og Indriða G. Þorsteinssyni. Indriði var um þetta leyti að skrifa skáldsöguna 79 af stöðinni. Ég skrifaði um þá bók fyrst af öllum. Við Indriði vorum góðir vinir á þessum tíma.“ Magdalena Thoroddsen er móðir Ólínu Þorvarðardóttur, fyrrverandi alþingismanns og fréttamanns Sjónvarpsins.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1065078/
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=131026&pageId=1916527&lang=is&q=Magdalena%20Thoroddsen