- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kristján fæddist í Reykjavík 23. maí, sonur Jóns Kristjánssonar prófessors og Þórdísar Toddu Benediktsdóttur, en þau létust bæði í spænsku veikinni 1918. Kristján varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Stundaði Kristján síðan nám við háskóla í Cambridge 1933-1934. Cand.phil. varð hann 1934. Las lög um skeið en hvarf frá því námi. Rak sjálfstæða umboðssölu 1939-1944. Kristján hóf störf sem blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi 1945-1955 og auglýsingastjóri sama blaðs 1955-1957. Framkvæmdastjóri Blaðaútgáfunnar Vísis hf. 1957-1960. Þá hóf Kristján að stunda fréttastörf fyrir erlend blöð, svo sem Daily Express, Sunday Express og Evening Standard, auk verslunarstarfa. Hann var einnig um skeið fréttaritari fréttastofunnar Associated Press á Íslandi. Kristján tók virkan þátt í starfi Blaðamannafélags Íslands. Hann sat í stjórn BÍ 1947-1948 og sat þá í nefnd sem gerði drög að fyrsta kjarasamningi blaðamanna við útgefendur árið 1948. Þá var hann í stjórn Lífeyrissjóðs blaðamanna frá stofnun hans 1959.