- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kjartan fæddist 2. júní á Laugum í Súgandafirði. Hann varð stúdent frá Akureyri 1953. Í drögum að blaðamannatali frá árunum milli 1950 og 1960 kemur fram að Kjartan hefur byrjað í blaðamennsku á Þjóðviljanum í ágúst 1950 og unnið þar í hálft ár samfleytt, en síðan öðru hvoru. Umsóknin um upptöku í Blaðamannfélag Íslands er dagsett 21. ágúst 1956, en hann segir þá aðalstarfa sinn vera nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Því er við að bæta að Kjartan stundaði síðan nám í germönskum fræðum í Vín 1956-1958, í heimspekideild Háskóla Íslands 1958-1960. Hann lauk BA-próf í þýsku og mannkynssögu frá HÍ 1961. Kjartan sat á þingi með hléum frá 1974-1985. Kjartan var ritstjóri Þjóðviljans í tvígang, á árunum 1972-1978 og aftur 1980-1983.
http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=378
http://www.bb.is/2020/10/draumar-og-veruleiki-eftir-kjartan-olafsson/