- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Karl fæddist á Sandi í Aðaldal 8. nóvember. Í drögum að blaðamannatali frá því á sjötta áratug síðustu aldar kemur fram að Karl hafi lokið cand.phil.-prófi, en byrjað í blaðamennsku 1937 og blaðamennska og ritstörf verið hans aðalstarf síðan. Hann segist hafa starfað á Alþýðublaðinu í átta ár, hjá Vinnunni í fjögur ár og á Vísi í eitt ár. Þar er Karl starfandi þegar umsóknin um upptöku í Blaðamannafélag Íslands er skrifuð, en hún er ódagsett og hann var enn starfandi á Vísi þegar hann lést í september 1960. Karl hlaut fyrstur blaðamanna viðukenningu úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar árið 1946. Karl Ísfeld þótti einnig frábær þýðandi. Þekktustu verk hans á þvi sviði eru finnsku sagnaljóðin Kalevala og Ævintýri góða dátans Svejk eftir Jaroslav Hasek. Aðrar frægar bókmenntaþýðingar Karls eru t.d. Ægisgata og Kátir voru karlar eftir John Steinbeck. Þá þýddi hann ævisögu Trotskís 1936 og verkið Önnu Karenínu eftir Leo Tolstoj, en hið síðarnefnda ásamt Magnúsi Ásgeirssyni. Þýðingar Karls úr finnsku þóttu mikið afrek og var hann heiðraður fyrir þær af finnskum yfirvöldum.