- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kári fæddist í Reykjavík 11. febrúar, sonur Grétu Kristjánsdóttur og Jónasar Jósteinssonar kennara.
Hann brautskráðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1960, stundaði tungumálanám í Lundúnum, Svíþjóð og Þýskalandi og í fjölmiðlun fyrir útvarpsmenn við Newhouse School of Journalism við háskólann í Syracuse í New Yorkríki. Þá lauk hann námi frá Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi vorið 2008 og diplómanámi í ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum 2011.
Kári hóf störf hjá Happdrætti Háskólans að loknu námi á Bifröst, en 1962 hóf hann blaðamennsku hjá fræðsludeild Sambandsins við Samvinnuna og Hlyn, en ári síðar var hann ráðinn blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum og var þar fram til 1973, en starfaði í millitíðinni sem upplýsingafulltrúi H-nefndarinnar við að koma á hægri umferð á Íslandi 1968. Vorið 1973 var hann svo ráðinn á
Fréttastofu Útvarps. Hann varð varafréttastjóri 1980 og fréttastjóri Útvarps frá 1987 til 2004. Þá gerðist hann ritstjóri Fréttablaðsins og gegndi því starfi fram á árið 2007 er hann lét af störfum sem blaða- og fréttamaður. Síðustu ár hefur hann starfað sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn hér á landi.
Kári var í launamálanefnd Blaðamannafélags Íslands 1968–1970, í stjórn og varastjórn Blaðamannafélagsins 1970–1973 og aftur 1975–1977. Kári var formaður Blaðamannafélagsins um þriggja ára skeið frá 1978 til 1981, og varð fyrsti formaðurinn um árabil sem gegndi því embætti lengur en í eitt ár, því fram að þessum tíma hafði verið venja að formennskan flyttist hvert ár milli blaða og Útvarps. Hann var formaður stjórnar RÚV 2018–2020.
Kári var formaður Blaðamannafélagsins þegar fest voru kaup á skrifstofuhúsnæði og félagsheimili BÍ í Síðumúla 23. Jafnframt formennskunni í BÍ átti hann sæti í stjórn Norræna blaðamannasambandsins og í stjórn Norræna blaðamannaskólans í Árósum 1979–1985. Þá var hann fréttaritari United Press International (UPI) hér á landi 1968–1980.
https://www.vb.is/frettir/kari-jonasson-nyr-stjornarformadur-ruv/146638/?q=%C3%BEingma%C3%B0ur
http://lifdununa.is/grein/hof-nyjan-starfsferil-eftir-ad-hann-komst-a-eftirlaun/