- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jónas fæddist í Reykjavík 5. febrúar. Foreldra hans voru Anna Pétursdóttir bókari, og Kristján Jónasson læknir. Hann lauk stúdentspróf frá MR 1959 og BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1966.
Jónas var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Hann var fréttastjóri Vísis 1964-1966, ritstjóri Vísis 1966-1975, ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981, ritstjóri DV 1981-2001, og ritstjóri Fréttablaðsins 2002. Hann var útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003-2005, leiðarahöfundur DV 2003-2005, ritstjóri DV 2005-2006. Þá var hann stundakennari í blaðamennsku við símennt Háskólans í Reykjavík 2006-2008 en sagðist á heimasíðu sinni vera eftirlaunamaður og bloggari frá 2008 og bætti við að yfir 17.000 greinar sínar væru aðgengilegar á www.jonas.is. Bloggfærslur Jónasar voru meðal þeirra mest lesnu af því bloggi sem safnað er saman á vefsíðunni Bloggheimur í beinni, blogggattin.is en umdeildar þar sem hann deildi iðulega hart á menn og málefni.
Jónas skrifaði fjölda bóka, m.a. ferðalýsingar um helstu stórborgir og um hestamennsku.
Í bókinni Frjáls og óháður fer Jónas yfir feril sinn eða eins og segir í bókarkynningu frá útgefanda hans: „Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er þekktur fyrir að láta skoðanir sínar í ljós og hrista upp í fólki. Hefur þrívegis verið rekinn úr starfi fyrir að segja sannleikann. Þessi bók fjallar um feril hans í fjölmiðlum. Um skrif hans, öflin sem mótuðu hann og fólkið sem hafði áhrif á hann.”
Jónas var um tíma formaður Blaðamannafélags Íslands og hlaut viðurkenningu úr Móðurmálssjóði, minningarsjóði Björns Jónssonar í Ísafold. Hann var meðal viðmælenda í bókinni Íslenskir blaðamenn frá 2007 þar sem rætt var við handahafa blaðamannaskírsteina frá 1-10 í tilefni af 110 ára afmæli Blaðamannafélags Íslands.
Eiginkona Jónasar var Kristín Halldórsdóttvarir fyrrverandi alþingimaður og blaðamaður, sjá nánar hér í þessu yfirliti um Kristínu. Eitt fjögurra barna þeirra er Pálmi Jónasson, sem lengi starfaði sem fréttamaður hjá RUV.
http://www.jonas.is/
https://www.press.is/is/um-felagid/utgefid-efni/frettir/jonas-kristjansson-latinn