- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alfreð fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1944, sonur hjónanna Ingvars Þorsteins Ólafssonar verkamanns og Sigríðar Lilju Gunnarsdóttur.
Hann stundaði nám við Kennaraskóla Íslands um skeið en sneri sér síðan að blaðamennsku. Alfreð var blaðamaður við dagblaðið Tímann 1962-77, framan af sem íþróttablaðamaður fyrst og fremst. Hann var síðan forstjóri Sölu varnarliðseigna 1977-2003. Hann var varaborgafulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík 1970-71 og 1986-94 og borgarfulltrúi 1971-1978 og aftur 1994-2006.
Alfreð átti sæti í fjölda nefnda á vegum Reykjavíkurborgar en er e.t.v. kunnastur fyrir störf sín sem formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á miklu uppbyggingarskeiði þess fyrirtækis. Hann gegndi einnig margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn.
Alfreð æfði og keppti í knattspyrnu með Fram á barns- og unglingsárum og þjálfaði einnig yngra flokka félagsins um skeið. Hann var formaður Fram 1972-76 og 1989-94, sat í stjórn ÍSÍ 1976-86 auk þess að gegna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Hann var jafnframt einn af heiðursfélögum Fram og ÍSÍ.
Alferð Þorsteinsson þótti um margt frumkvöðull í bæði útliti og efnistökum íþróttafrétta hér á landi. Sigmundur Steinarsson, gamalreyndur íþróttafréttamaður en jafnframt lærisveinn Alfreðs lýsir honum svo þegar hann minnist hans pistli á Facebook. „Hann var léttur í lund og spaugsamur. Hann hafði mjög gott vald á penna, var beittur í skrifum um ýmis málefni í íþróttum og stjórnmálum. Hann tamdi sér að vera stuttorður, en kjarnmikill. Alfreð var brautryðjandi í nútíma íþróttaskrifum og voru fastir þættir hans, þegar hann fjallaði um menn og málefni sem voru efst á baugi, „Á vítateig“ mikið lesnir og geysilega vinsælir í Tímanum. “
https://timarit.is/page/6256726#page/n45/mode/2up
http://frammyndir.123.is/photoalbums/293532/?lang=en