- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón Hnefill fæddist í Vaðbrekku í Jökuldal 29. mars. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónsson, bóndi þar, og eiginkona hans, Ingibjörg Jónsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi frá MA 1948, og fil.kand-prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólms-háskóla 1958. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands vorið 1960 og var vígður sóknarprestur á Eskifirði sama ár. Hann var prestur þar næstu fjögur árin, en fór þá til Uppsala í Svíþjóð og lauk prófi í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966. Í ársbyrjun 1979 lauk hann doktorsprófi frá Uppsalaháskóla með doktorsritgerð sinni um kristnitökuna á Íslandi. Jón Hnefill helgaði sig aðallega kennslu, en hann var blaðamaður við Morgunblaðið í tvígang. Hann er skráður félagi í Blaðamannafélagi Íslands í félagaskránni 14. febrúar 1960. Hann kom aftur til starfa á seinni hluta sjöunda áratugarins og starfaði þá m.a. í Lesbók Morgunblaðsins við hlið konu sinnar, Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar og síðar alþingismanns.
Árið 1992 varð hann prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, en hann skipulagði og byggði upp nám í þeirri grein við skólann.
http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_Hnefill_A%C3%B0alsteinsson
http://www.visir.is/andlat--jon-hnefill-adalsteinsson/article/2010165373585
http://ornbardur.annall.is/2010-03-10/jon-hnefill-adalsteinsson-1927-2010/