- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón Jóhann fæddist 20. janúar á Hellissandi. Foreldrar hans voru Hjörtur Jónsson hreppstjóri og Jóhanna Vigfúsdóttir.
Hann útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1965 en gerðist síðan blaðamaður á Vísi og var samþykktur inn í Blaðamannafélagið 1967. Hann sneri sér hins vegar fljótlega að leiklist og lauk leikaraprófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968. Jón var jafnframt við framhaldsnám í Berlín 1984. Hann starfaði um margra ára skeið sem fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og lék í kringum 80 hlutverk á ferlinum. Jón hefur einnig leikið með ýmsum leikhópum, s.s. Grímu, Litla leikfélaginu, Litla leikhúsinu, Öðru fólki o.fl. Hann hefur enn fremur leikið í kvikmyndum sem og fjölmörgum sjónvarps- og útvarpsverkum.
Jón hefur samið fjölda leikrita bæði fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Fyrsta leikrit hans, Afmælisboðið, er frá 1969. Hann hefur einnig samið ýmiss konar dagskrár fyrir félagasamtök og stofnanir sem og aragrúa skemmtiþátta, rabbþátta, söngtexta og pistla, eins og segir á bókmenntavefnum.
https://timarit.is/files/14683367
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/695085/