- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón fæddist 27. maí á Akranesi. Í drögum að blaðamannatalinu frá því á sjötta áratugnum segir Jón skólagöngu sína hafa verið einn vetur í Alþýðuskólanum á Laugum og fyrrihluta vetrar í Samvinnuskólanum. Hann er blaðamaður á Tímanum þegar upplýsingarnar eru skráðar og Jón kveðst hafa byrjað í blaðamennsku 17. janúar 1937. Aðalstarf síðan hefur verið blaðamennska, á Nýja dagblaðinu 1937-1938 og á Tímanum síðan 1938. Frekari upplýsingar eru ekki skráðar.
Þess er hins vegar að geta að þótt Jón væri fæddur á Akranesi bjuggu foreldrar hans, Oddný Sigurðardóttir og Helgi Jónsson, hreppsstjóri, lengst af á Stórabotni í Hvalfirði og ólst hann þar upp. Hann var 22 ára gamall þegar hann hóf blaðamennsku árið 1937. Var það síðan hans aðalstarf allt til æviloka, Allan þennan tíma skrifaði Jón í blöð Framsóknarflokksins, fyrst í Nýja-Dagblaðið og síðan Tímann, að frátöldum sjö árum, frá 1953—61, er hann ritstýrði vikublaðinu Frjálsri þjóð. Frá 1961 varð Jón ritstjóri Tímans.
Jón var afkastamikill rithöfundur og eftir hann liggja margar bækur, ekki síst með íslenskum fróðleik, en einnig fjöldi greina í blöðum og tímaritum um íslensk og erlend málefni, einkum í Sunnudagsblaði Tímans sem út kom frá 1962-74 og Jón ritstýrði lengst af.
Jón var formaður Blaðamannafélags Íslands 1948 og stóð þá fyrir fyrstu kjarasamningum, sem félagið gerði við blöðin, að því er fram kemur í minningarorðum Andrésar Kristjánssonar, samritstjóra hans um langt árabil. Jón Helgason er faðir Helga H. Jónssonar, blaða- og fréttamanns.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256836&pageId=3575929&lang=is&q=J%F3n%20Helgason