- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón Hákon fæddist í Reykjavík 12. september, sonur Magnúsar G. Kristjánssonar og Svöfu Sveinsdóttur. Jón hóf blaðamannsferil sinn kornungur, því hann var aðeins 16 ára þegar hann réðst sem blaðamaður og ljósmyndari á Tímann ísumarafleysingum. Jón var við háskólanám í Bandaríkjunum um fimm ára skeið og lauk þaðan þreföldu BA-prófi frá Macalester College í Minnesota í stjórnmálafræði, fjölmiðlun og bandarískri sögu. Jón Hákon starfaði sem blaðamaður, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Hann var á Tímanum 1958-1960 og aftur 1965 eftir heimkomuna 1965. Jón Hákon varð svo fréttamaður á Sjónvarpinu um níu ára skeið, eða frá 1970-1979. Hann hefur skrifað mikið í erlend blöð og var fréttaritari Financial Times um árabil. Inn á milli starfaði hann við ýmis verslunarstörf, en árið 1986 stofnaði hann almannatengslafyrirtækið Kynning og markaður - KOM ásamt gamla ritstjóranum sínum, Indriða G. Þorsteinssyni, sem kom reyndar tæpast til starfa þar því hann var um líkt leyti fenginn til að taka við ritstjórn Tímans að nýju. Jón Hákon veitti KOM forstöðu fram á árið 2014 að hann seldi það ekki löngu fyrir andlát sitt. Hann var heiðursfélagi í Almannatengslafélagi Íslands. Jón Hákon Magnússon var yfirmaður alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðvar Reykjavíkurfundar Reagans og Gorbasjovs og í kjölfarið ráðgjafi ríkisstjórnar Möltu vegna fundar Bush og Gorbasjovs.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1518150/