- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón Helgi fæddist í Reykjavík 21. júlí. Foreldar hans voru Guðmundur Jónsson, trésmiður í Reykjavík, og Margrét Ásmundsdóttir. Jón stundaði prentnám í prentsmiðjunni Gutenberg 1923-28. Að námi loknu vann hann um hríð í Gutenberg, var síðan vélsetjari í Herbertsprenti í fimm ár og starfrækti eigin prentsmiðju í eitt ár. Hann vann síðan í Steindórsprenti í stuttan tíma. Jón hætti prentstörfum er hann tók við ritstjórn Vikunnar vorið 1940. Hann var síðan ritstjóri blaðsins meðan hann lifði, eða næstu tólf árin. Á ritstjórnarárum Jóns var Vikan mjög vinsælt vikurit fyrir alla fjölskylduna, að því fram kom í dálkinum Merkir Íslendingar í Morgunblaðinu 21. júlí 2012. Jón var í fyrstu stjórn Menningarsjóðs blaðamanna og bar hag sjóðsins alla tíð mjög fyrir brjósti.