- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón fæddist 5. mars á Laugum í Dalasýslu. Hann hafði veg og vanda af því að taka saman blaðamannatal á sjötta áratug síðustu aldar og upplýsir um sjálfan sig í tali þessu að hann hafi stundað nám við Flensborg 1926-1927 og Kennaraskólann 1929-1931. Hann er blaðamaður við Þjóðviljann þegar hann færir upplýsingarnar til bókar. Hann hefur haft blaðamennsku að aðalstarfi frá því 31. júní 1941, en unnið við Neista 1931-1938, við Nýtt dagblað 1941-1942 og eftir það á Þjóðviljanum. Í upplýsingum um helstu æviágrip segir Jón: „Fæddur 5. marz 1909 á Laugum í Dalasýslu. Sonur Kristínar P. Kristjánsdóttur og Bjarna Jónssonar, bónda þar. Ólst upp á Laugum. Hefur fengizt við landbúnað, kennslu, vegavinnu, byggingavinnu, eyrarvinnu, blaðamennsku.“
Við þetta er því að bæta að Nýtt dagblað, sem Jón starfaði við áður en hann hóf störf á Þjóðviljanum var gefið út meðan útkoma Þjóðviljans var bönnuð á stríðsárunum. Jón var fréttaritstjóri Þjóðviljans um 18 ára skeið, á árunum 1946-1964, en síðan varð hann ritstjóri Sunnudags, fylgirits Þjóðviljans, þar til leggja varð þá útgáfu niður árið 1966. Jón Bjarnason sat lengi í stjórn Blaðamannafélags Íslands, var formaður þess árin 1951 og 1957, en ritari félagsins 1946-1950, 1953 og 1955-1956. Skjöl Blaðamannafélagsins frá þessum tíma, sem varðveitt eru í Landsbókasafninu, eru að miklu leyti úr fórum Jóns Bjarnasonar, og þar á meðal eru þau drög að blaðamannatali sem Jón hefur verið byrjaður að taka saman og hér er einatt vitnað til. Jón Bjarnason varð fyrir bifreið á leið yfir gangbraut um miðjan september 1967 og lést hann tæpri viku síðar af völdum sára sinna, 19. september.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=219017&pageId=2814592&lang=is&q=J%F3n%20Bjarnason