- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jens fæddist í Spákonufelli á Skagaströnd 13. ágúst. Foreldrar hans voru Benedikt Fr. Magnússon og Jensína Jensdóttir. Jens fluttist árið 1925 með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hóf nám við Menntaskólann. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1931 og prófi við HÍ í forspjallsvísindum árið eftir. Árið 1939 innritaðist hann í guðræðideild Háskólans. Hann lauk guðfræðiprófi vorið 1943 og tók prestsvígslu 23. ágúst sama ár.
Meðfram námi í guðfræði skrifaði hann iðulega um íþróttir fyrir Morgunblaðið. Aldrei kom til þess að hann tæki prestakalli sem hann var skipaður í heldur hóf hann störf á Morgunblaðinu sem blaðamaður og annaðist fyrst og fremst erlendar fréttir uns hann féll frá, langt um aldur fram. Í kveðjuorðum um Jens skrifar Valtýr Stefánsson ritstjóri: „Honum líkaði starfið vel. Og öllum sem með honum unnu, fundu til þess frá því fyrsta, að þarna var maður sem átti heima í blaðamennskunni. Hann hafði með sívakandi fróðleiksfýsn sinni um margskonar efni fengið mikinn undirbúning undir þetta starf, sem hann þó af hending hitti á, er hann hvarf frá því lífsstarfi, er hann hafði ætlað að helga krafta sína.“ Og Valtýr bætir við: „Merkur og margreyndur blaðamaður, er hafði persónuleg kynni af fjölda mörgum fremstu blaðamönnum álfunnar, sagði mjer eitt sinn, að það væri því nær undantekningarlaus regla, að hendingarnar hefðu ráðið því, að hæfustu blaðamennirnir hefðu farið inn á þá braut. Það var sem sje hending, eða samanfljettaðar tilviljanir, að Jens heitinn valdi sjer þetta starf. Og þó fannst mjer oft, að það kynni að hafa verið meiri tilviljun, að hann gerði ekki blaðamennskuna fyr að aðalstarfi sínu. Því svo vel átti hún við hann.“ Jens var faðir Sólrúnar Jensdóttur sem segir frá annarsstaðar í þessu yfirlit.