- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ívar Haukur fæddist í Reykjavík 28. september 1927. Í drögum að blaðamannatali frá því á sjötta áratugnum kemur fram í umsókn hans um inngöngu í Blaðamannafélagið að hann varð stúdent 1947 og cand.jur. 24. janúar 1953. Umsóknin var dagsett 6. febrúar 1954 og hafði hann þá verið starfandi á Þjóðviljanum frá 5. febrúar 1953. Meðmælendur á umsókninni voru samstarfsmaður hans Jón Bjarnason og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Alþýðublaðinu.
Við þetta er því að bæta að Ívar var sonur Jóns Ívarssonar, verkamanns í Reykjavík, og eiginkonu hans, Aðalheiðar Ólafsdóttur. Hann varð ritstjóri Þjóðviljans 1963-1971 og á þeim tíma var hann í tvígang formaður Blaðamannafélags Íslands, m.a. þegar Blaðamannafélag Íslands fór í fyrsta verkfall sitt 1963. Ívar varð síðar skrifstofustjóri Þjóðleikhússins og fjármálastjóri. Hann var einn stofnenda MÍR, menningartengsla Íslands og Rússlands (áður Ráðstjórnarríkjanna) og formaður félagsins frá 1974. Ívar var föðurbróðir Björns Vignis Sigurpálssonar, blaðamanns.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1179800/
http://press.is/images/skjol/bladamadurinn/bladamadur_13.pdf