- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ívar fæddist í Reykjavík, sonur Guðmundar Jónssonar verkstjóra og Sesselju Stefánsdóttur. Eftir nám við MR og MA 1927-1931 gerðist hann blaðamaður og síðar fréttaritstjóri Morgunblaðsins 1934-1951, er hann gerðist blaðafulltrúi hjá upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna í New York. Ívar starfaði eftir það hjá SÞ, rak upplýsingaskrifstofu fyrir Norðurlönd í Kaupmannahöfn 1955-1960, var upplýsingafulltrúi við friðarsveitir SÞ á Ítalíu og í Kairó, blaðafulltrúi við ráðstefnu utanríkisráðherra stórveldanna í Genf 1959, blaðafulltrúi forseta Allsherjarþingsins í New York 1961 og síðan forstjóri skrifstofunnar í Karachi til 1965, er hann tók aftur við í Kaupmannahöfn. Ívar var deildarstjóri alþjóðadeildar upplýsingaskrifstofu SÞ í New York 1967-1970 og árið eftir aðalfulltrúi við mannfjöldasjóð SÞ. Eftir að Ívar lauk störfum hjá SÞ fyrir aldurs sakir gerðist hann ræðismaður Íslands í New York og var jafnframt viðskiptafulltrúi við sendiráðið í Washington. Að loknu því starfsskeiði 1986 kom Ívar aftur að Morgunblaðinu sem fréttaritari blaðsins í Washington og sendi heim fréttir frá Bandaríkjunum allt til 1992. Þess má geta að sumarið 1968 var Ívar skipaður fréttastjóri Fréttastofu útvarps, en ákvað að taka ekki starfinu, m.a. eftir mótmæli meðal starfsmanna fréttastofunnar, og var þá Margrét Indriðadóttir, varafréttastjóri, sem sótt hafði um starfið á móti Ívari, ráðin í hans stað.