- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Haraldur fæddist á Krossi í Lundarreykjadal 4. maí 1908. Foreldrar hans voru Halldóra Jóelsdóttir og Sigurður Jónsson, bóndi á Krossi. Ekki fer miklum sögum af skólagöngu Haraldar, en hann gerðist fljótlega mikilvirkur þýðandi. Hann hefur verið sagður fyrsti blaðamaður Þjóðviljans, þ.e.a.s. sem ekki var jafnframt ritstjóri, en á Þjóðviljanum starfaði hann frá 1936-1940. Þá réðst hann til bókaútgáfunnar Helgafells þar sem hann vann þar til hann var skipaður bókavörður hjá Landsbókasafni Íslands 1946. Þar starfaði hann til 1978, að hann lét af störfum. Eftir Harald liggja annálaðar þýðingar hans á verkum á borð við Söguna um San Michele (1933) eftir Axel Munthe, Silju (1935) og Skapadægur (1939) eftir F.E. Sillanpää, og Gösta Berlings sögu (1940) eftir Selmu Lagerlöf. Þó mun væntanlega stórvirkið Kortasaga Íslands halda nafni hans lengst á lofti.