- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Halldóra fæddist í Siglufirði 19. janúar. Foreldrar hennar voru Gunnar Jónsson skipasmíðameistari og Sólveig Kristjana Þórðardóttir. Halldóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955.
Á Akureyri gerðist Halldóra ritari á lögmannsstofu hjá Einari Ásmundssyni og þegar Einar var síðar ráðinn einn ritstjóra Morgunblaðsins fylgdi Halldóra honum þangað og varð einnig ritari annarra ritstjóra blaðsins en síðar blaðamaður um allnokkurt skeið.
Árið 1969 fluttist fjölskyldan til Svíþjóðar vegna sérnáms eiginmanns Halldóru í læknisfræði og hóf hún ekki löngu síðar nám í sálfræði við Uppsalaháskóla en lauk prófi frá háskólanum í Gautaborg þangað sem fjölskyldan hafði þá flutt. Urðu sálfræðileg störf af margvíslegum toga viðfangsefni hennar allar götur síðan.