- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Halldór fæddist í Kaldrananesi í Strandasýslu 18. maí. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnlaugsson bóndi og Kristín Jónatansdóttir. Hann varð gagnfræðingur frá Akureyrarskóla 1923. Halldór stundaði ýmiskonar verkamannastörf, en hann var ritstjóri Skutuls á Ísafirði 1923-1931 og síðan ritstjóri málgagns sósíalista á Vestfjörðum, Baldurs á Ísafirði 1932-1936 og aftur 1943-1959, en blaðið var fjölritað. Hann varð síðan ritstjóri Vestfirðings, málgagns Alþýðubandalagsins vestra, til dauðadags. Halldór átti kafla í Blaðamannabókinni 1949, sem hann nefndi Yfir voru ættarlandi.