- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Halldór fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 2. október, en foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og eiginkona hans, Bessabe Halldórsdóttir. Halldór ólst upp á Kirkjubóli, stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og stundaði búskap á Kirkjubóli til 1973. Hann var auk þess blaðamaður við Tímann 1946-1951, var varaþingmaður Vestfjarðakjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn 1959-1976 og sat mikið á þingi á árunum 1964-1974. Þá var hann starfsmaður Alþingis 1974-1989. Halldór gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir ungmennafélagshreyfinguna, Framsóknarflokkinn og Góðtemplararegluna og var um árabil, í hugum margra, holdtekja þessarar heilögu þrenningar aldamótakynslóðarinnar, eins og það var orðað á einum stað. Halldór á Kikjubóli var föðurbróðir Kristjáns Bersa Ólafssonar, blaðamanns og ritstjóra Alþýðublaðsins um tíma.