- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957 og lagði stund á nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann starfaði við blaðamennsku í rúm þrjátíu ár og og ritstýrði m.a. Fálkanum, Alþýðublaðinu, Vikunni og Samvinnunni. Hann gerði auk þess heimildarþætti um mörg skáld tuttugustu aldar fyrir Ríkisútvarpið. Á síðari árum voru ritstörf hans aðalstarf. Hann er þekktastur fyrir viðtalsbækur sínar og ævisögur sem eru hátt í 30 talsins. Hann ritaði til dæmis sögur fyrstu þriggja forseta Íslands og bók um Stein Steinarr í tveimur bindum. Einnig gaf Gylfi út nokkrar ljóðabækur.
Gylfi og Bendikt Gröndal ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherrar voru bræður.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1112953/
http://www.bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/tabid-3396/6134_read-64/RSkra-64