- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Guðmundur fæddist í Hrísnesi á Barðaströnd 14. september. Hann lauk unglingaskólaprófi að því er fram kemur í umsókn hans í drögum blaðamannatals um upptöku í Blaðamannafélag Íslands 3. febrúar 1952, en hann hafði þá hafið störf í blaðamennsku á Þjóðviljanum og haft hana að aðalstarfi frá 1. júní 1951. Meðmælendur hans á umsókninni eru Jón Bjarnason, Þjóðviljanum, Guðni Þórðarson, Tímanum og Sverrir Þórðarson, Morgunblaðinu. Frekari upplýsingar er ekki að finna í umsókninni. Í frétt um fráfall hans í Þjóðviljanum 13. janúar 1983 kemur fram að Guðmundur var sonur Vigfúsar Vigfússonar, bónda í Hrísnesi, og eiginkonu hans, Guðbjargar Guðmundsdóttur. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík um 20 ára skeið, 1950-1970, fyrst fyrir Sósíalistaflokkinn og síðan Alþýðubandalagið. Hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sósíalista. Guðmundur stundaði verkamannavinnu og verslunarstörf 1933-1943, var erindreki ASÍ 1943-1948, skrifstofustjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Rvk 1948-50, blaðamaður við Þjóðviljann 1950-1959, deildarstjóri í Húsnæðismálastofnun ríkisins 1970-72 og aftur frá 1974 til dauðadags. Hann var framkvæmdastjóri við Framkvæmdastofnun ríkisins 1972-1974.