- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Gissur fæddist í Hraungerði í Flóa 7. desember. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson, síðar vígslubiskup og var Gissur næstyngstur sjö systkina. Níu ára gamall fluttist Gissur með fjölskyldu sinni á Selfoss og átti þar heima fram undir tvítugt.
Á unglingsárum starfaði Gissur við hin ýmsu störf til sjós og lands, stundaði flugnám og aflaði sér réttinda sem einkaflugmaður. Hinn 1. október 1970 hóf Gissur störf sem blaðamaður á Alþýðublaðinu og starfaði þar í tæplega fjögur ár. Var hann svo um skeið ritstjóri Sjávarfrétta, en kom til starfa á Dagblaðinu í byrjun árs 1976.
Gissur varð fréttamaður á Ríkisútvarpinu árið 1981 og gat sér þar orð m.a. fyrir mannlífs- og sjávarútvegsfréttir. Hann færði sig svo yfir á Bylgjuna 1997 og starfaði þar fram á síðasta ár. Þar sagði hann morgun- og hádegisfréttir í um aldarfjórðung. Vakti hann þar eftirtekt og naut hylli fyrir skemmtilega pistla og frásagnargleði í morgunþættinum Í býtið. Til hliðar við fréttamennskuna kom hann meðal annars að gerð fræðslu- og kynningarefnis. Gissuri brá einnig fyrir sem vofu Hauks Morthens söngvara í myndinni Úr öskunni í eldinn sem sýnd var í sjónvarpi árið 2000.
Bróðir Gissurar er Ólafur Sigurðsson, lengst af fréttamaður á Ríkisútvarpinu
https://www.ruv.is/frett/hun-hefur-nad-ad-i-kikja-i-klaufina-hja-mer