- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Gísli fæddist 3. janúar á Búðum í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Björn Ólafur Gíslason, framkvæmdastjóri í Viðey, og Jakobína Davíðsdóttir. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933. Gísli kom víða við í ritstjórnarstörfum sínum og vann við þýðingar og stundaði útgáfustarfsemi mestan hluta ævi sinnar. Hann gerðist blaðamaður við Vikuna 1940-1941. Hann var ritstjóri tímaritsins Úrvals frá stofnun þess 1942 til 1959 og útgefandi 1956-1959. Hann var einnig ritstjóri Viðskiptaskrárinnar 19571976, aðstoðarmaður við ritstjórn Ægis frá 1955 og Tímarits Verkfræðingafélags Íslands frá 1964. Þá rak Gísli bókaforlagið Bláfellsútgáfuna frá 1958-1975. Hann gaf út Krossgátublaðið frá 1961-1979. Gísli var ritstjóri árbókarinnar Stórviðburðir líðandi stundar í myndum og máli frá upphafi 1965 þar til hún hætti að koma út. Þá var hann framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda 1976-1981 og var í stjórn þess frá 1961-1976 þegar það hét Bóksalafélag Íslands. Hann þýddi m.a. bækurnar Klarkton eftir Howard Fast, Borin frjáls eftir Joy Adamson og Raddir vorsins þagna eftir Rachel Carson. Gísli er faðir Ólafs Gíslasonar, listfræðings, sem starfaði sem blaðamaður á Þjóðviljanum á árum áður.