- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Gestur fæddist í Miðhúsum á Reykjanesi í Reykhólahreppi og hefur honum verið reistur minnisvarði við þjóðveginn ofan við bæinn. Gestur hélt utan og nam í Kaupmannahöfn en flosnaði upp úr námi. Hann hélt til Reykjavíkur og gerðist ritstjóri, fyrst Þjóðólfs og síðan Suðra. Gestur flutti vestur um haf árið 1890 og tók við ritstjórn Heimskringlu, blaðs Íslendinga í Vesturheimi. Sá ritstjóraferill varð þó ekki langur, því hann lést í Winnepeg árið 1891. Gestur var einn af frumkvöðlum raunsæisstefnunnar í bókmenntum á Íslandi og fékkst jafnt við smásagna-, ljóða- og skáldsagnagerð. Hann var einn Verðandimanna sem svo voru kallaðir vegna þess að þeir gáfu út tímaritið Verðandi 1882 og birtu eftir sig verk í anda raunsæisstefnunnar. Hinir voru Einar Hjörleifsson Kvaran, Bertel Þorleifsson og Hannes Hafstein.