- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fríða fæddist í Reykjavík 11. apríl. Foreldrar hennar voru Björn Guðfinnsson, prófessor, og Halldóra Andrésdóttir, hjúkrunarkona.
Fríða lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og var síðan við nám í blaðamennsku við University of Arkansas í Bandaríkjunum veturinn 1959-60. Þá stundaði hún nám í ensku við Háskóla Íslands 1960-1962. Hún sótti námskeið hjá Nordisk Journalist kursus árið 1963 og aftur 2004.
Hún réðst til fréttastofu Ríkisútvarps 1961 en gerðist síðan blaðamaður á Tímanum og var þar frá 1962 til 1981. Í sex mánuði 1976-1977 var hún ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu í Winnepeg í Kanada, í leyfi frá Tímanum. Fríða varð framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands 1980 og Lífeyrissjóðs blaðamanna frá 1987 þar til hann sameinaðist Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hún var samhliða blaðamaður í lausamennsku hjá ýmsum tímaritum og blöðum og loks fastráðinn blaðamaður hjá Fróða í allmörg ár.
Fríða hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum innan Blaðamannafélagsins, sat í stjórn þess um árabil, svo og í samninganefnd auk þess að í forsvari fyrir menningar- og orlofsheimilasjóð félagsins. Eftir Fríðu liggja fjölmargar þýddar bækur, m.a. um potta og inniplöntur.
Fríða var einn af viðmælendum í bókinni Íslenskir blaðamenn árið 2007 um handhafa blaðamannaskírteina 1-10 í tilefni 110 ára afmælis Blaðamannafélags Íslands.
http://www.press.is/index.php/felagidh/frettir/2913-frida_bjornsdottir__50_ar_i_bladamennsku