- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Freysteinn fæddist í Siglufirði 25. júní, sonur Friðþóru Stefánsdóttur, kennara, og Jóhanns Þorvaldssonar, skólastjóra. Freysteinn ólst upp í Siglufirði en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1966.
Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu 1967 til 1969 er hann hélt til náms í Norska blaðamannaskólanum í Osló. Að námi loknu 1970 réðst hann aftur til Morgunblaðsins og starfaði þar næstu þrjú árin eða þar til hann varð ritstjóri Alþýðublaðsins 1973 -1975. Hann var ritstjórnarfulltrúi Tímans 1975 til 1977 er hann sneri aftur til Morgunblaðsins.
Freysteinn varð fréttastjóri Morgunblaðsins 1981 ásamt Magnúsi Finnssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni og gegndi hann því starfi um árabil eða þar til hann varð fulltrúi ritstjóra. Einbeitti hann sér eftir það að margvíslegum skrifum fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins allt til starfsloka árið 2009.
Freyststeinn var blaðafulltrúi heimsmeistarareinvígisins í skák milli Fischers og Spassky árið 1972. Í kjölfar þess skrifaði hann bókina Fischer gegn Spassky – saga heimsmeistaraeinvígisins í skák, ásamt Friðriki Ólafssyni, stórmeistara.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/625150/
https://www.press.is/is/um-felagid/utgefid-efni/frettir/freysteinn-johannsson-latinn