- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Meðal umsóknareyðublaða um upptöku í Blaðamannafélag Íslands í drögum að blaðamannatali er eitt frá Emil H. Eyjólfssyni. Hann segist fæddur í Reykjavík 9. nóvember og hafa lokið prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann kveðst starfa á Þjóðviljanum og umsókn hans er dagsett 1. október 1955. Á umsóknareyðublaðið hefur Jón Bjarnason á Þjóðviljanum, ritari félagsins og utanumhaldari blaðamannatals, handskrifað: Emil H. Eyjólfsson verður fréttaritari Þjóðviljans í París í vetur.
Ekki átti fyrir Emil Eyjólfssyni að liggja að gera blaðamennsku að aðalstarfi. Hann varð hins vegar fyrsti sendikennarinn í íslensku við Sorbonne-háskóla, hóf kennslu árið 1959 og kenndi þar í ein tólf ár. Hann sneri aftur til Íslands 1972 og kenndi hér frönsku, m.a. við Háskóla Íslands í önnur tólf ár. Hann var m.a. leikhúsgagnrýnandi Morgunblaðsins á þessum árum eða frá 1974-1976. Eftir þessa Íslandsdvöl hélt Emil aftur út til Frakklands 1984 og kenndi í Lyon í önnur fimmtán ár eða til 2005. Eftir Emil liggja nokkrar þýðingar úr frönskum bókmenntum svo og kennslubók í íslensku fyrir frönskumælandi nemendur.