- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Elías Snæland Jónsson fæddist 8. janúar að Skarði í Bjarnarfirði, Strandasýslu. Foreldrar hans voru Jón M. Bjarnason frá Skarði í Bjarnarfirði í Strandasýslu og k.h. Hulda Svava Elíasdóttir.
Að loknu prófi frá Samvinnuskólanum 1962 stundaði Elías nám í Skóla norsku verkalýðshreyfingarinnar í Sörmarka í Noregi og hóf störf sem blaðamaður við Sunmöre Arbeideravis í Álasundi vorið 1963 að því fram kemur á bókmenntaefnum. Hann var blaðamaður á Tímanum og Vísi þar sem hann gegndi einnig stöðu ritstjórnarfulltrúa, ritstýrði Nýjum þjóðmálum 1994 -1996, Tímanum 1981 - 1984, var aðstoðarritstjóri á DV 1984 - 1997 og ritstýrði Degi frá 1997 til 2001. Hann var formaður Blaðamannafélagsins um tíma.
Fyrsta smásaga hans, “Hvernig skyldi það vera?”, birtist í smásagnasafninu Vertu ekki með svona blá augu árið 1984 en hann hefur einnig fengist við leikritagerð, skrifað handrit að heimildamyndum, gefið út rit almenns eðlis og skrifað skáldsögu fyrir fullorðna. Elías Snæland hefur þó einkum skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín. Leikritið Fjörubrot fuglanna var frumsýnt í Borgarleikhúsi ungs fólks í Dresden (Theater Junge Generation) í þýskri þýðingu 1999. Elías hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og bresti 1993 en Návígi á hvalaslóð (1998) var á heiðurslista IBBY samtakanna (International Board on Books for Young People). Elías hefur einnig tekið saman bók um Möðruvallahreyfinguna svokölluðu og nú síðast Síðasta dagblaðið á vinstri vængnum þar sem hann fjallar um þá útgáfu Dags sem reist var á rústum Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans.
Jónas heitinn Kristjánsson, ritstjóri, lýsir Elíasi Snæland á þennan hátt í minningum sínum á jónas.is en Elías sem var áður ritstjóri Tímans, varð aðstoðarritstjóri hjá honum 1. apríl 1984.
„Elías Snæland Jónsson var frábær stjórnandi, harður í horn að taka. Hann lét sér ekki líka við neitt fúsk. Hann var herforingi ritstjórnarinnar, ól menn upp sem agaða fagmenn. Elías var langreyndur, hafði verið í faginu alla sína starfsævi. Allt stóð eins og stafur á bók hjá honum og tímasetningar allar stóðust fullkomlega. Hann var rétti maðurinn til að keyra það flókna batterí sem ritstjórnin var orðin. Því miður misstum við Elías 11. ágúst 1997 út í tilraun til að gera Akureyrarblaðið Dag að sameiginlegum arftaka Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Þaðan kom hann ekki til baka á DV.”
http://www.jonas.is/?s=El%C3%ADas+Sn%C3%A6land
https://bokmenntaborgin.is/bokmenntavefur/hofundar/elias-snaeland-jonsson